Útivist og slökun í fallegu umhverfi

Blómabærinn Hveragerði hefur upp á að bjóða ótrúlega fjölbreytta möguleika til útivistar, heilsuræktar og slökunar. Fjöldi fallegra gönguleiða er í næsta nágrenni og öll helsta þjónusta er til staðar fyrir gesti sem koma þangað til dvalar.  

Gönguleiðir í Reykjadal

Það er aðeins um 3 km akstur frá Inni að einni vinsælustu gönguleið landsins í Reykjadal. Gestir finna kort af gönguleiðum í dalum í íbúðunum. Það er um 1-1,5 klst ganga upp í dalinn þar sem hægt er að baða sig í heitri ánni. Hægt er að ganga ýmsar leiðir á svæðinu, en göngufólk ætti alls ekki að missa af því að skoða Klambragil sem er aðeins 5-10 mínútna ganga inn dalinn frá baðsvæðinu. Mjög fallegt gil með rjúkandi hverum.

Fjölbreytt þjónusta í Hveragerði

Nýir og skemmtilegir veitingastaðir og pöbbar hafa skotið upp kollinum á síðustu misserum svo auðvelt er að gera sér dagamun í mat og drykk. Íbúðirnar í INNI eru allar með vel búnum eldhúsum og lítið mál er að rölta út í næstu kjörbúð eða bakarí og fylla á ísskápinn. 

Skammt frá höfuðborginni og stutt í helstu perlur Suðurlands

Hveragerði er aðeins í 45 km fjarlægð frá höfuðborginni og því einstaklega þægilegt að skjótast þangað í stutta helgarferð eða nokkra daga og njóta kyrrðar og slökunar í fallegu umhverfi. Þá er þægilegt að fara í lengri eða skemmri dagsferðir um Suðurland og skoða mannlífið og margar af helstu perlum íslenskrar náttúru.